Fréttin er ekki alveg rétt!

Við erum 10 manna hópur sem erum að fara að leggja uppí þessa ferð í sumar og erum á tveimur 15 manna Harðbotna slöngubátum af gerðinni Zodiac og Valiant, fylgdarbíll sem Hekla lánar okkur á meðan á ferð stendur mun einnig fara hrinignn með aukabúnað fyrir ferðalangana og bátana.

Við eum að fara að sigla hringinn í kringum landið til að vekja athygli og til styrktar Krafti, félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra www.kraftur.org.

Við munum leggja af stað frá Vestmannaeyjum 16. júní n.k. og formlega úr höfn í Reykjavík 17. júní n.k. og munum samkvæmt áætlun koma aftur til eyja þann 4. júlí n.k. á föstudegi 35 ára Goslokahátíðar.

Ferðin hefur nú ekki verið skipulögð í samstarfi við björgunarsveitirnar, við höfum aftur á móti haft samband við björgunarsveitirnar á þeim stöðum sem við munum stoppa á, en aðalmarkmið okkar er að þessi ferð verði eins örugg og völ er á og allir komist heim á höldnu heim í lok ferðar.

Við höfum fengið góðan styrk frá fyrirtækjum og einstaklingum til að geta farið í þessa ferð og vil ég koma kæru þakklæti á framfæri til þeirra.

Meiri upplýsingar um ferðina er hægt að nálgast á heimasíðunni okkar sem er www.krafturikringumisland.com

 

 


mbl.is Umhverfis landið á slöngubát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Alma Eðvaldsdóttir

Höfundur

Alma Eðvaldsdóttir
Alma Eðvaldsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband